Sálarball á Spot. Bauðst að fara með nokkrum félögum en hafnaði því. Meika engan veginn þrengslin þarna. Allar biðraðirnar við barinn og á salernin. Hitann og loftleysið inni á staðnum. Biðina eftir leigubíl að balli loknu. Fyrir mér er þetta tóm kvöl. Til hvers að greiða þrjúþúsund kall fyrir hana. Ekki eins og að fituhjassi eins og ég komist á séns innan um allt þetta Boot Camp og Cross Fit lið þarna. Þá er nú betur heima setið.
Author: Þrasvarður
Ómöguleikinn
Matarskattur hefur hækkað og þar með maturinn sjálfur. Hjálparstofnanir sjá fram á að skjólstæðingar þeirra komi fyrr og jafnvel oftar eftir mataraðstoð í hverjum mánuði vegna þessa. En það er allt í lagi. Vörugjöldin eru horfin. Nú getum við keypt flatskjá á lægra verði.
Viss „ómöguleiki“ hefur verið fjarlægður. Nú getur hálaunafólkið losnað við gömlu raftækin sín til láglaunalýðsins og endurnýjað græjurnar sínar. Bland.is er snilld!
Fallnir félagar
Tveir félagar kvöddu snögglega yfir hátíðarnar. Einar Haukur Eiríksson gamall skólafélagi úr grunnskóla kvaddi annan dag jóla og Eggert Þór Bernharðsson lærimeistari úr sagnfræðinni varð bráðkvaddur á gamlársdag. Báðir kvöddu langt fyrir aldur fram.
Ég er í hálfgerðu sjokki. Bjóst engan veginn við að lesa dánartilkynningar þeirra svona snemma. Taldi ávallt að ég myndi deyja löngu á undan þeim.
Hvílið í friði félagar! Ég er ríkari eftir að hafa kynnst ykkur. Þið auðguðuð líf mitt. Vonandi var það gagnkvæmt. Lyftum glasi þegar við hittumst á ný hinum meginn.