Beint í bossann

Við Íslendingar elskum greinilega að láta ríða okkur í ósmurðan afturendann. Þess vegna kusum við aftur yfir okkur hrunflokkana út á veika von um skuldaleiðréttingu húsnæðislána sem núna virðist vera á leiðinni til andskotans. Nákvæmlega eins og umsjónarmaður leiðréttingarnar, Tryggvi Þór Herbertsson, vildi alltaf.

Þrautsegja þjóðarinnar dugði ekki í fjögur ár til viðbótar með vinstriflokkunum. Fólk klæjaði að fara eyða aftur með lánsfé spilltra banka. Kaupa sér Range Rover og sumarhús út á krít. „Eignast“ eitthvað fyrir næsta óhjákvæmlega hrun.

Alvöru menn

Leikkona ritar grein á http://kvennabladid.is/2014/10/17/minningar-um-ofbeldissamband/ Stelpa hvers ímynd gaf út á sínum tíma að lifði eðlilegu og hamingjusömu lífi með einhverjum sem umvafði hana ást. Því fór fjarri lagi! Sambýlismaður hennar var stakur ræfill og aumingi. Gekk í skrokk á henni og kúgaði andlega.

Er svo sammála henni að lögreglan eigi að kæra svona menn til saka. Á ekki að vera undir fórnarlambinu komið. Nóg hefur viðkomandi þolað án þess að neyðast til að hefja málarekstur á hendur kvalara sínum. Svona menn á kerfið að taka úr umferð án tafar. Senda í sálfræðimeðferð sjálfum sér og öðrum til hagsbótar.

En nei, svona gaurar fá að valsa frjálsir um eins og greifar og valda sárskauka hvar sem þeir koma. Eru jafnvel taldir stök karlmenni af sumum kynbræðrum sínum fyrir andlega kúgun sína á konum sínum. Taldir „alvöru“ menn sem stýra lífi sínu og láta engar kellingar segja sér fyrir verkum.

Fann aftur lestrargenið mitt

Þar til nýlega hafði ég varla klárað bók í lengri tíma. Hætti allt í einu að lesa bækur og lét mér nægja textann úr blöðunum og af netinu. Var orðinn hræddur við að byrja á bók af ótta við að ég myndi ekki nenna að klára hana.

Sæki núna námskeið niður í Háskóla Íslands og „neyðist“ til að lesa fyrir tímana. Sérstaklega fyrir síðastliðinn föstudag þegar krossapróf sem gildir 35% af lokaeinkunn fór fram. Kláraði mína fyrstu bók í mörg ár fyrir þetta próf. Tilfinningin var ótrúlega góð. Ekki bara yfir að hafa klárað heldur hve vel mér leið meðan ég sat og las. Var búinn að gleyma að lestur er ekki vinna heldur tær slökun og heilaleikfimi án erfiðis.