Bjáninn

Aðstoðarmaður Hönnu Birnu er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu ríkisstarfsmanna.  Og hann virðist ekki skilja djókinn.  Að ENGUM persónulegum upplýsingum um skjólstæðinga opinberrar stofnunar má leka í fjölmiðla.  Jafnvel þó þeir séu bara hælisleitendur.

Fjósafasismi og afturhald

Öll meðul eru notuð til að útiloka innflutning á erlendu kjöti.  Nú blaðrar forsætisráðherra um sýkingar sem geta breytt hegðun heilla þjóða.  Hvaða hugsanavilla er þetta að okkar matvara sé eitthvað hreinni en annarra þjóða?

Þetta framsóknarafturhaldssveitapakk getur ekki leyft okkur að hafa val heldur ofsækir menn eins og Jón Sullenberger og reynir að koma honum fyrir kattarnef með hjálp Matvælastofnunar.  Og beita fyrir sig evrópskum reglum sem aðrar þjóðir sniðganga eða koma sér fram hjá.  Bara fyndið þar sem þetta dreifbýlispakk hatar Evrópu jafnt og Ameríku.

Hrædda sveitamafían óttast innkomu Costco í landið, því svo stóru erlendu dæmi geta þau ekki stjórnað með framsóknarfrekju. Eru í raun alveg ráðalaus gagnvart Costco sem er þekkt fyrir að fara að lögum hvers lands og greiða laun yfir lágmarkstaxta.  Annað en mörg íslensk fyrirtæki.

Æ, hættið þessu röfli og leyfið okkur hinum að borða það sem okkur langar til að troða ofan í vambirnar okkar.  Er svo leiðinlegt að versla sömu sveittu vörurnar í öllum matvörubúðum landsins, nema kannski í Iceland og Kosti. Er löngu tímabært að fá erlenda samkeppni.

Robin Williams

Eins frábær uppistandari og grínisti og Robin var, þá var hann vanmetinn sem kararterleikari.  Sá hann fyrst leika mjög sannfærandi skrítinn Rússa í „Moscow on the Hudson“ og slá endanlega í gegn í „Good Morning Vietnam“ sem útvarpsþulurinn Adrian Cronauer.

Vissulega lék hann oft í væmnum fjölskyldumyndum en hvað með það!  Alltaf var skemmtilegt að sjá hann eða heyra í honum í teiknimyndum.  2002 sannaði hann svo um munar að hann gat alveg leikið vafasama karaktera í „One Hour Photo“ og „Insomnia“.

Robin vingaðist við sjálfan Superman; Christopher Reeve í hinum virta Juilliard leiklistarskóla.  Og greiddi alla sjúkrahúsreikninga vinar síns eftir að hann lamaðist frá hálsi og niður.

Robin var frábær gaur en barðist við sína djöfla eins og flest okkar. Þunglyndi sést víst ekki alltaf utan á fólki.  Sýnum nærgætni í návist sálar.