Vókið

Nú hefur Sólveigu Önnu verið slaufað fyrir að segja að vókið sé dautt. Byltingin étur börnin sín og allt það. Vókið beit í halann á sér og bannaði öll skoðanaskipti. Sósíalistar misstu góða konu í kjölfarið.

Samkvæmt vókinu má ekki ræða málin. Ein skoðun ríkir og frávik eru ekki leyfð. Þau sem voga sér slíkt eru afhöfðuð og neglt upp við vegg. Sökuð um fasisma og rasisma í sömu setningu.

Öfugsnúinn íslenskur Trumpismi á ferð. Skoðanakúgun af bestu gerð.

Aumingjavæðingin

Þrátt fyrir að vera öfgahægri gaurum ósammála í flestu, þá er ég þeim sammála hvað aumingjavæðinguna varðar.

Að verið sé að vorkenna drengjum allt of mikið og leyfa þeim að veltast um í sjálfsvorkunn og aumingjaskap í stað þess að rífa sig upp af rassgatinu og gera eitthvað í sínum málum.

Fyrirgefðu, en lífið er erfitt og þakið hæðum og hólum sem þú neyðist til að klífa. Stoðar ekkert að hoppa í faðm mömmu og segja nei.

Lífið bíður ekki eftir neinum.

Ameríka

Mótmæli eru daglega í öllum stærstu borgum Bandaríkjanna gegn forseta landsiTrns sem neitar að virða stjórnarskránna, úrskurði hæstaréttar og virðist einbeittur í að sigla landinu til glötunar.

Herinn sver hollustu við stjórnarskránna og heitir að verja gildi hennar gegn erlendum sem og innlendum óvinum. Sem þýðir að herinn er skyldugur að fjarlægja Trump úr Hvíta húsinu og boða til nýrra kosninga.

Þessi skrípaleikur gengur ekki lengur. Burt með þessa trúða, Trump og Vance.