Endurkoma í kjölfar ritskoðunar

Hef ákveðið að snúa til baka úr smá dvala sem ég en aðallega aðrir settu mig í fyrir að tjá mig óvarlega um flóttafólk frá Miðausturlöndum á þessari síðu. Tel nú að nægur tími hafi liðið. Hlýt að hafa tekið út næga refsingu síðastliðna tvo mánuði.

Viðurkenni fúslega að hafa gengið full langt í fullyrðingum mínum um flóttafólk hérlendis. Sem stuðaði gott fólk sem klagaði mig upp virðingarstigann svo ég fékk tiltal og var settur í skammarkrókinn.

Ég ritskoðaði í kjölfarið greinaskrif mín eitt ár aftur í tímann. Eftir það gafst ég upp og setti síðuna bara í ótímabundinn dvala. Eitthvað sem fór virkilega í taugarnar á mér því ég hata ritskoðun í hvaða formi sem hún birtist.

Um leið og fólk fer að ritskoða aðra þá fyrst fer allt til andskotans. Sagan geymir ótal sögur þess efnis en fæst okkar virðast ætla að læra af þeim með opnari huga, gagnrökum og setja sig í spor annarra.

En ég skil jafnframt að sem ríkisstarfsmaður get ég ekki birt hvað sem er og mun reyna að virða það í framtíðinni og gera betur.

Auðvitað

Auðvitað ættu Evrópa, Suður-Ameríka, Kanada og Kína að taka sig saman og mynda verslunarsamband gegn Norður-Ameríku næstu fjögur árin meðan Trump er forseti.

Berjast gegn fávitaskap hans, frekju og tollastefnu. Refsa Bandaríkjunum fyrir að kjósa yfir sig sama fávitann í annað sinn.

Welcome to the shitshow

Svo sorglegt að horfa upp á annars ágætt vinaríki kjósa yfir sig vangefinn einræðisherra frá helvíti í annað sinn. Aumingja sem hatar alla jafnt nema milljarðamæringana vini sína.

Fávita sem er farinn í tollastríð við helstu bandalagsþjóðir og heimtar stjórn yfir Grænlandi og Panamaskurðinum. Erum við þá ekki næst?

Féll hann í öllum sögukúrsum skólagöngu sinnar? Lærði hann ekkert af einangrunarstefnu lands síns á kreppuárum fjórða áratugarins? Einangrunarstefna skilar engu nema eymd fyrir þegna landsins.

Tvær vikur af Trump skila Bandaríkjum Norður-Ameríku engu nema hærra vöruverði á eggjum og beikoni. Sem hann lofaði að myndi lækka um leið og hann tæki við stjórnartaumunum.