Ekki hafa orð á slíku

Fokið er í flest skjól þegar Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld er látinn fara frá Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir að tjá sig um transfólk. Liðið sem rak hann hefur án efa ekki einu sinni lesskilning til að að melta texta Kristjáns til fulls. Ekki frekar en ég. Til þess er Kristján of vel gefinn og misskilinn.

Það má nefnilega ekkert lengur. Hvorki tjá sig af hreinskilni né vera þú sjálfur. Góða fólkið tekur það ekki í mál. Það má ekki pissa á bak við skúr. Þú átt bara að halda í þér þar til þú springur og mígur á þig.

Það má til dæmis ekki hafa orð á því að það er ekki lengur hægt að ferðast með vissum leiðum Strætó vegna þess að allir farþegar vagnsins eru með símana sína á hæsta styrk spilandi tónlist frá sínu heimalandi eða í myndsímtölum við ættingja hinum megin á hnettinum með tilheyrandi látum.

Að hafa orð á slíku er víst rasismi…samkvæmt góða fólkinu sem ferðast ekki með strætó.

Löggur hvert sem ég fer

Eftir viðskipti mín við lögregluna í Mjóddinni, sé ég hana hvert sem ég fer. Var fyrir utan hjá mér í gær á Volvo Cross Country og líka niður í bæ á þremur Kawasaki mótorhjólum að fá sér Hlölla.

Hafa ekki enn hringt í mig eftir miðvikudaginn. Og gera vonandi aldrei. Hafa vonandi fundið fúlmennið sem réðist á stúlkuna með bekk á göngugötu Mjóddarinnar.

Er samt ekki sáttur og finnst á mér brotið. Finnst rétt að fara lengra með málið. Jafnvel kæra lögregluna fyrir að dæma mig á staðnum. Eitthvað sem hún á engan rétt á að gera.

En eflaust er það tilgangslaust og verður bara sneypiför. Lögreglan er ósnertanleg.

Enn hálf dofinn

Svaf illa í nótt. Veltist um í kvíðakasti. Hugsanir fram og til baka. Áhyggjur af að verða hafður fyrir ranga sök og látinn sæta ábyrgð ef engar myndbandsupptökur finnast sem sanna sakleysi mitt. Orð gegn orði barns sem vill bara refsa einhverjum feitum og sköllóttum kalli.

Lögreglukonan var búin að dæma mig fyrir fram og horfði á mig með fyrirlitningu. Lögreglumaðurinn var meira til í að trúa mér en samt ekki. Ég gæti vel verið að ljúga. Kemur í ljós hvort ég verð freimaður (e: framed) ef réttur aðili finnst ekki. Lögreglan hefur ekki enn hringt og boðað mig í sakbendingu eða skýrslutöku.