Fátækt

Ömurlegt að sjá viðbrögð Katrínar, Bjarna og Sigurðar í Silfrinu við ummælum Ingu í Flokki fólksins um að fátækt barna hefði aukist í stjórnartíð þeirra. Vísuðu bara til rannsókna einhverra sérfræðinga og þóttust ekkert kannast við að á Íslandi færu börn svöng í háttinn eða stæðu í húsnæðishraki.

Þægilegt að dvelja sáttur í sínum bergmálshelli allsnægta og hvorki trúa né skilja að til sé fólk sem býr við fátæktarmörk í stöðugri baráttu við að halda þaki yfir sér og sínum og eiga til hnífs og skeiðar. Sem hefur ekki efni á að senda börnin sín í tómstundir utan skóla eins og íþróttir og tónlist. Fólk sem fer ekki til Tene á hverju ári og helgarferð að vetri til.

Vel stætt fólk á ekkert með að stjórna velferðarmálum þjóðarinnar. Það veit ekkert hvernig er að alast upp í fátækt.

Stjórn

Að republikanskir leppalúðar í henni Ameríku séu að setja í lög bann við fóstureyðingu eftir sex vikna meðgöngu er sama gamla tilraunin til að reyna að stjórna konum. Ekkert annað.

Körlum kemur líkami kvenna ekkert við!

Vélhjólmenni

Fátt jafn pirrandi og litlir kallar á stórum amerískum vélhjólum snemma morguns á frídegi. Þenjandi þau í gang þegar maður er að njóta þess að sofa út.

Og renna svo aftur í hlað þegar maður er við það að festa svefn. Og leggja geltinum í garðinum í stað bílastæðis eða bílakjallara. Einhver nágranni öskraði í morgun og vélhjólmenninu var drullusama.

Næst á dagskrá að stinga á dekkin hjá honum.