Skítmenni

Ef til vill er ég að verða viðkvæmari með hækkandi aldri, en mér finnst skítmennum fara fjölgandi. Bæði hér á Djöflaeyjunni og um heim allan. Rétt eins og það sé í tísku að vera vondur, leiðinlegur og ráðast að réttindum fólks.

Sjáið bara þessa djöflamergi í henni Ameríku. Ron DeSantis í Florida og aðra fanta sem ætti að skjóta á færi fyrir að trampa á sjálfu lýðræðinu. Verst að þessum andskotum er farið að skjóta upp hérlendis líka. Út úr skúmaskotum skjótast þeir og heimta virðingu þegar réttast væri að draga þá upp á heiði og skjóta í hnakkann.

Skjárinn og tjaldið

Ég er svolítið skrítin skrúfa þegar kemur að kvikmyndum og þáttaröðum í sjónvarpi. Get ekki söguþræði um eiturlyfjabaróna, nauðgara, morðingja, eða íslenskan veruleika um tilurð kvótkerfisins, handbolta og glæpi í ófærð úti á landi.

Vil bara sögur þar sem góða fólkið sigrar að lokum. Skil ekki fólk sem kýs að horfa á vonda einstaklinga sigra. Hélt að áhorf á skjáinn og tjaldið væri til þess gert að sjá annan veruleika en þann sem við upplifum dag hvern.

Svona er ég nú einfaldur.