Leið 4 úr Mjódd

Krakki í tölvuleik í símanum sínum með hljóðstyrkinn í því hæsta. Bílstjórinn í símanum með hátalarann á. Kona að hlusta á fréttir með hátalarann á. Gelgjur aftast að hlusta á indverska vinsældarlistann.

Það virðist ENGINN eiga heyrnartól sem ferðast með strætó.

Sem er ein af mörgum ástæðum þess að fólk megnar ekki lengur almenningssamgöngur.

Hnefahögg í andlitið

Svo margir slefberar og djúsbaggar eiga skilið gott hnefahögg í andlitið fyrir það eitt að vera til.

Mætti einum slíkum í Borgartúninu á leið til vinnu. Helvítið þrammaði rétt eins og stormsveitarmaður þétt fyrir aftan unga konu í stað þess að búa til smá bil á milli sín og hennar. Sá strax að henni var ekki sama þar sem hún reyndi að forðast óumbeðna nærveru hans

Auðvitað hefði ég átt að grafa hnefa í andlit þessarar mannleysu.

Mínus kál

Af hverju er bragðlausu káli komið fyrir á hamborgurum, samlokum og vefjum? Ekki er ég að biðja um þennan arfa. Skemmir bara heildarupplifunina og er einungis uppfyllingarefni sem sviptir mann ánægjuna af kjötinu, brauðinu, ostinum og sósunni.

Mínus kál er málið!