Veröld á röngunni

Einhvern veginn virðist sem að möndull jarðar hafi snúist við á Íslandi.

Vinstristjórn Reykjavíkur ætlar að leggja niður Borgarskjalasafn. Hefði trúað slíkri svívirðu upp á Sjálfstæðisflokkinn sem er á móti og í minnihluta.

Lengst af átti sami flokkur VR, en núna er VG send út af örkinni til að sölsa félagið aftur undir ríkisstjórnarflokkana.

Djammið

I´m turning fifty soon and nobody´s gonna remember me – mælt með rödd kóngsins.

Hef ekki farið almennilega á djammið síðastliðin fimmtán ár. Covid skall á loksins þegar ég var fluttur í göngufæri við miðbæinn. Djammið botnfraus. Ekkert að frétta nema leiðindi, boð og bönn.

Nú er næturstrætó hrokkinn aftur í gang í Reykjavík og greið leið úr miðbænum í hipsterahverfið mitt í Laugardalnum. Engin þörf á lögbroti sauðdrukkinn heim á hlaupahjóli eða leigubíl á raðgreiðslum.

Spurning um að skella sér og láta unga fólkið gera grín að mér.

Rétti tíminn

Verkfall er ekki hentugt þegar verið er að gera skammtímasamninga. Er það hentugra þegar kemur að langtímasamningum? Aldrei réttur tími fyrir verkfall.

Er loks farinn að skilja málstað Eflingar. Af hverju þau neyðast til að fara í verkfall til að bæta kjör sín. Þau ná ekki endum saman þrátt fyrir fulla vinnu. Eiga þau bara að sætta sig við það næstu 18 mánuði meðan allt annað hækkar í verði?

Sé það bara sjálfur að minna og minna er eftir í veskinu í lok hvers mánaðar.