Stytt dagskrá…til hvers?

Menningarnótt er um næstu helgi með styttri dagskrá um klukkustund. Eins og það eigi að koma í veg fyrir hnífaburð og ofbeldi.

Jú, jú. Aukin öryggisgæsla og allt það. Ölvaðir foreldrar hvattir til að huga að ungviði sínu. Draga þau organdi heim eftir að dagskrá lýkur um kvöldið.

Skil samt ekki hvort klukkutími til eða frá breyti nokkru.

73. grein stjórnarskrár lýðveldisins

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Ómenningarnótt

Menningarnótt Reykjavíkur er næsta laugardag. Vekur óneitanlega upp minningar um hnífaárás á fjögur ungmenni eftir að dagskrá lauk í fyrra. Stúlkuna sem kvaddi þetta líf við að verja vinkonu sína.

Gerum betur í ár!