Dröslaðist niður úr Boðaþingi með leið 28. Hoppaði út á Smáratorgi til að versla. Tók svo leið 24 í Mjódd. Skipti loks yfir í leið 12 heim í Laugarnesið. Fullt af amerískum ferðamönnum flykkstust með. Og enn fleiri á næstu stöð. Allt í lagi svo sem þar til einhver fituhlunkur bættist við og hlussaði sér á vörurnar mínar. Þurfti að draga þær undan honum þegar ég yfirgaf vagninn. Ömurlegt!
Haustið
Sumarið hopar smásaman fyrir haustinu. Bara Menningarnótt eftir og svo köld rútínan.
Eflaust gleðiefni fyrir foreldra sem hafa neyðst til að haft ofan af fyrir krakkakrílunum sínum í allt sumar. Og eiginkonum með glaða og grillandi eiginmenn með einn kaldan á kantinum úti í garði fyrir hvern kvöldmat.
Aðeins grámyglulegur vetur framundan. Frost, klaki og svell. Jeiiii!
Fánaberar tjáningarfrelsisins
Þau einu sem eru frjáls til að bera skoðanir sínar á torg eru einstaklingar sem tjá sig á eigin hlaðvarpi og þiggja vonandi nægar tekjur fyrir. Við hin neyðumst til að halda kjafti eða tjá okkur undir nafnleynd.
Að vera hótað atvinnuleysi (arbeitsverbot) fyrir skoðanir þínar vegna þess að þú starfar einhvers staðar er kristaltær fasismi í takt við Trump. Hvernig virkar slíkt í lýðræðissamfélagi!