Sóli Hólm vann leiksigur sem Inga Sæland. Skilst að hann sé líka búinn að mastera Valdimar Guðmundsson stórsöngvara á sviði.
Fá sem engin atriði voru þar sem manni leiddist eða skildi ekki. Nema kannski skallavinafélagið á leið til Tyrklands í hárígræðslu eða Áslaug Arna slompuð í Bannað að hlæja. Fattaði þá djóka við annað áhorf.
Upphafssöngatriðið sagði allt um ástandið á fasteignamarkaðinum og erfiðleikana við að brjótast þangað inn á miðjum aldri úr foreldrahúsum.
Takk fyrir mig Skaup. Meira svona!