Skaupið var fínt

Sóli Hólm vann leiksigur sem Inga Sæland. Skilst að hann sé líka búinn að mastera Valdimar Guðmundsson stórsöngvara á sviði.

Fá sem engin atriði voru þar sem manni leiddist eða skildi ekki. Nema kannski skallavinafélagið á leið til Tyrklands í hárígræðslu eða Áslaug Arna slompuð í Bannað að hlæja. Fattaði þá djóka við annað áhorf.

Upphafssöngatriðið sagði allt um ástandið á fasteignamarkaðinum og erfiðleikana við að brjótast þangað inn á miðjum aldri úr foreldrahúsum.

Takk fyrir mig Skaup. Meira svona!

Sofið hef ég í hálfa öld

Rúmlega tveggja vikna jólafrí fór að mestu í svefn og almenna leti. Nennti fáu nema að sofa og glápa á enskar glæpaseríur. Teiga nokkra bjóra og hlusta á rokk og ról. Hlusta á fréttir og önnur leiðindi í útvarpinu.

Er fyrir löngu síðan hættur að skipta mér af þessum blessuðum jólum og áramótum. Hlaupa á eftir gjöfum og jólakortum. Hvað þá þefa uppi fjölskylduboð og skella í háa fimmu við fulla frændann. Horfði þó á skaupið og hálftíma flugeldageðveikina öðru hvoru megin við miðnættið.

Jólin kláruðust fyrir mér þegar ég fékk ekki lengur að leika jólasvein og hræða frændsystkin mín. Fjórði og síðasti ættliður í búningi sem Kristín langamma saumaði fyrir sjálfa sig á sínum tíma eftir ameríska Kóka-kóla sveininum til að hrella eigin afkvæmi. Við hlutverkinu tóku afi, pabbi og frændur. Ég var síðasti Móhíkaninn og hver veit hvar búningurinn er núna niðurkominn. Sennilega í Sorpu.

Hvernig er hægt að vera…

…svona mikið ógeð…og enn forseti Bandaríkjanna!

Rob og Michele Reiner eru myrt og appelsínugula ógeðið segir það vera vegna þess að Rob hafi verið með hann á heilanum.

Engin samúð eða hluttekning. Frekar hálffagnað að hjónin eru horfin á braut því þeim líkaði ekki við skrímslið í kastalanum.

Eflaust einhvers konar viðvörun til annarra sem neita að sleikja á honum skósólann og láta taka sig ósmurt með lygum, spillingu og niðurbroti bandarísks samfélags.

Bandarikin þurfa að rifja upp af hverju þau töldu sig einu sinni stórfengleg og kyndilbera vestræns lýðræðis. Sem þau reyndar hafa aldrei verið í heild sinni.

Frjálslyndið býr í borgum við Vesturströndina og Austurströndina. Þar á milli er MAGA. Grautur heimskingja og innræktaðra aumingja sem hafa gleymt fórnum forfeðra sinna og tengslunum við gamla landið (Evrópu).

Þúsund ára ríki þessara amerísku fylkja er komið að endastöð!