Leiðindi

Miðað við allt hatrið sem er í gangi í heiminum er varla á það bætandi. Heilli þjóð er slátrað á Gaza með samþykki appelssínugula fyrirbærisins í Hvíta húsinu sem sjálfur klýfur eigin þjóð í herðar niður svo hann geti orðið konungur Bandaríkjanna.

Virðing fyrir lýðræði og frjálslyndi fer þverrandi. Frekjur úr öllum áttum heimta boð og bönn. Afturhvarf til leiðinda. Gleymum því oft hve frelsið er dýrmætt.

Mjólkurpósturinn

Kringum níu eða tíu ára aldurinn þurfti eitt okkar úr bekknum að taka niður pantanir, miða og fé eina viku í senn og fara til gangavarðar sem kunni ekki að reikna og sækja safa og jógúrt fyrir kaffitímann.

Ég kom alltaf út í gróða þrátt fyrir að greiða bekkjarfélögum mínum rétt til baka. Fékk hálfgert samviskubit vegna konunnar sem afgreiddi mig. Lenti hún ekki í vandræðum við uppgjörið?

Endurnýjun

Endurnýjuð og nafnlaus bloggsíða svo ég verði ekki tengdur strax við starf mitt við fyrsta lestur. Fékk bágt fyrir slíkt áður og var tekinn á teppið eftir ábendingar og kvartanir úr ýmsum áttum.

Auk þess fór sumt sem ég birti fyrir brjóstið á sama fólki sem er frekar viðkvæmt og mun betri manneskjur en ég. Neyðist til að taka tillit til þeirra og bíta í tunguna á mér og slá á puttana á mér þegar púkinn hleypur í mig til að tala tæpitungulaustl