Stundum á laugardögum rétt fyrir hádegi næ ég að panta tvær með hráum, sinnep og remúlaði. Rétt á milli hópa af erlendum ferðamönnum hvers leiðsögumenn kynna pylsuvagninn sem vinsælasta veitingastað borgarinnar.
Rafbíllinn
Leigði Citroen-e Berlingo rafbíl í sólarhring hjá Brimborg í vikunni. Djöfulsins snilld! Þvílíkt gaman að aka þessu kvikindi um götur bæjarins. Sjálfskiptur andskoti sem rýkur framúr öllum bensíndruslunum.
Fyllti skrjóðinn tvisvar af dósum og flöskum fyrir endurvinnsluna. Tæpar tvö þúsund einingar og fjörtíu þúsund krónur í kassann. Ferföld leiga á bílnum.
Allan sólarhringinn í gegnum app og ekkert kreditkort.
Nágranninn
Nágranninn fyrir framan mig hefur verið í framkvæmdum síðan ég flutti inn fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Engu líkara en að búa við hliðina á sögunarmyllu sérhvert sumar.
Sér vonandi fyrir endan á þessu framkvæmdartímabili. Einhverjir öskrandi pólverjar eru að klára fyrir framan húsið með lítilli gröfu.
Mega þó eiga það að garðurinn þeirra er orðinn að einskonar paradís með palli, heitum potti og alles. Þó er ljóður á gjöf Njarðar að þau söguðu hlið inn á lóðina okkar án þess að spyrja hvorki kóng né prest.