Stjórnarandstaðan hefur miklar áhyggjur af því að verið sé að lauma okkur bakdyrameginn inn í Evrópusambandið. Og hvað með það!
Viljum við frekar ganga inn í Bandaríki Norður-Ameríku Trumps?
Stjórnarandstaðan hefur miklar áhyggjur af því að verið sé að lauma okkur bakdyrameginn inn í Evrópusambandið. Og hvað með það!
Viljum við frekar ganga inn í Bandaríki Norður-Ameríku Trumps?
Þjóðhátíð í Eyjum er komin svo langt frá því þegar alvöru bönd léku þar fyrir dansi eftir miðnætti fram undir morgun. Nú vaða þar uppi wannabe rapparar vælandi í autotune meðan þeir grípa um punginn á sér. Gjörsamlega hæfileikalausir aumingjar og mömmudrengir með ekkert tóneyra.
Hvar eru okkar frábæru tónlistarkonur! Laufey, Una Torfa og svo framvegis. Að vísu koma GDRN og Salka Sól fram á kvöldvökunum. Og goðsögnin Ragga Gísla. Sem er frábært og huggun harmi gegn.
Samt! Þetta er orðið svo mikið söludæmi. Stálgirðingar og hlið eins og í útrýmingarbúðum. Sölubásar 66° og NOVA í dalnum. Bjórtjald. Technotjald. Tjald fyrir veitingar með ótal sölulúgum. Geymslu- og hleðslutjald. Liggur við að gestir neyðist til að borga fyrir að fá að létta á sér og fara út og inn af svæðinu.
Legg ég til að Vestmannaeyjar verði endurskýrðar Græðgiseyjar.
P.S. Meira segja rukkað fyrir brekkusönginn í gegnum netið. Sem var fríkeypis í gegnum Stöð 2 á árunum fyrir Covid.
Eftir veikindi mín á síðasta ári liggjandi í rúminu eins og aumingi ákvað ég hitt og þetta ef ég kæmist aftur á fætur. Til að mynda að víkja aldrei aftur þegar freki kallinn ætlar að valta yfir mig. Þeir dagar eru liðnir.
Og hef nú þegar sett fótinn niður gagnvart nokkrum litlum, frekum köllum í Primajökkum með flokksskírteinið upp á vasann. Þvílík dásemdartilfinning!