Ný stjórn, sami söngur

Mikið er ég feginn að vera með hreina samvisku eftir að hafa veitt Sósíalistum atkvæði mitt.

Því ný stjórn Valkyrja virðist ætla að feta sama stíg og fyrri stjórn. Selja skal restina af Íslandsbanka. Eflaust einhver díll við Bjarna Ben. svo hann hyrfi af sviðinu.

Sönnun þess að gera aldrei einhvern kennara úr háskólanum utan þings að ráðherra.

Get ekki íslensk stjórnmál lengur. Utankjörfundaratkvæðí finnast hér og þar vikum seinna. Þvílíkt bananalýðveldi.

Er hættur að kjósa! Bara tímasóun.

Allt fyrir athyglina

Kolb in the wild varð fimmtugur. Hélt upp á það á einhverju setri í útlöndum ásamt nýjustu barnungu kærustunni og bauð leiðinlegasta og mest óspennandi fólki landsins til veislu. Fólki sem er svo upptekið af sjálfu sér að það hálfa væri nóg. Allt mætt til að fá mynd birta af sér á samfélagsmiðlum og samkvæmissíðum fjölmiðlanna.