Fyrir átta árum

Fyrir átta árum fór ég að sofa þess fullviss að Hillary Clinton myndi merja kosningarnar. Vaknaði svo við vondan draum með trúðinn Donald sem Bandaríkjaforseta. Hef illan grun um að svo verði líka núna. Þessari þjóð er ekki viðbjargandi.

Auk þess er mér orðið skítsama. Fulltrúalýðræðið hefur ekki skilað heiminum neinu nema tómum leiðindum. Af hverju getum við ekki tekið upp beint lýðæði með alla okkar tækni! Af því að það hentar ekki ráðandi stéttum.

Auðvitað ætti bara að koma því þannig við að þegnar á kosningaaldri myndu fá að kjósa beint heiman frá sér um hin ýmsu álitamál einu sinni í viku. Fá aðgang að öllum skjölum og sjónarmiðum. Dulkóðaðan aðgang með hæsta öryggisstaðal. Þegnskylda í verki.

Hvernig getur það kallast lýðræði þegar formenn allra kjörstjórna eru skipaðir af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins! Sumir þeirra læðast jafnvel aftur í skjóli nætur inn í talningarherbergið til að stokka atkvæðum í þágu flokks og æskuvina (Borgarnes 2021). Hvernig telst líka atkvæði manns tryggt þegar að flest talningarfólkið er með flokksskírteini fjórflokksins upp á vasann!

Ég mun sitja heima í næstu þingkosningum. Annað væri bara tímasóun. Fulltrúalýðræðið er dautt!

Eins og ég spáði

Samfylkingin hrynur í fylgi vegna skitu formannsins gagnvart Degi B. Ótrúlegt að fylgjast með flokki með mesta fylgið framan af gleypa sjálfan sig og hverfa úr umræðunni vegna egós Kristrúnar.

Simmi hakkari og Bjarnabófinn hafa hafið tilhugalíf sitt. Bara spurning um hvaða hækju þeir velja til stjórnarmynsturs; fjósafasista, Viðreisn eða Flokk fólksins.