Hvað kemur ykkur það við!

https://www.visir.is/g/20242617580d/oktoberfest-opid-bref-erindi-til-studentarads-rektors-haskolarads-haskola-islands-og-haskolaradherra

Stúdentaráð Háskóla Íslands heldur Októberfest árlega á malarbílastæði skólans og túninu þar við. Slær upp tjöldum, lokkar að matarvagna að síðasta giggi sumarsins og býður fram frábæra dagskrá tónlistarfólks eina helgi í september áður en frostið skellur á borginni.

Allt til þess gert til að bjóða nema velkomna aftur til nýs skólaárs. Og ekki síst nýnema sem eru að taka sín fyrstu skref eftir framhaldsskóla á æðsta menntasviðinu áður en vinnumarkaðurinn fær að njóta starfskrafta þeirra.

En æ, æ. æ! Boðið er upp á bjór til sölu frá Ölgerðinni. Jafnvel afsláttarkort fyrir þau sem ætla sér að mæta öll kvöldin og kannski spara smá pening í leiðinni í bjórkaupum. Því varla eru háskólanemar múraðir fyrir og þurfa flestir að horfa í hverja krónu til að lifa af veturinn.

Nám snýst ekki bara um að grafa nefið niður í skruddur. Heldur líka um félagslíf. Hitta samnemendur, vini og jafnvel lífsförunautinn. Og þá er stundum lyft glasi af bjór eða léttvíni, gleymt stað og stund og slakað á í góðra vina hópi.

Eitthvað sem þessir tveir gosar virðast ekki skilja. Geta ekki látið fólk í friði sem neytir áfengis í hófi. Sem flestir háskólanemar gera sökum tímaskorts vegna námsanna og lítilla fjárráða því áfengisgjöld og skattar á þessu skeri eru með þeim hæstu á jarðríki.

Hata svona gaura sem vilja stjórna öðru fólki bara af því að þeir eru leiðindapúkar sem engum líkar við. Gott og blessað að stunda bindindi, en látið okkur hin í friði sem njótum þess að lyfta glasi í góðra vina hópi. Hvað kemur ykkur það við!

Oasis

Bræðurnir loksins búnir að sættast. Djöfullinn sjálfur hélt að þetta myndi aldrei gerast. En menn þroskast og komast að því að þeir voru fávitar þá en feður nú.

Bíð spenntur við tölvuna til að tryggja mér miða á tónleika sem fara í sölu í lok mánaðarins.

DNA Íslendinga

Samkvæmt fjármálaráðherra er það í DNA Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu.

Rétt eins og það er í okkar genum að sætta okkur við að vera tekin reglulega í rassgatið af stjórnvöldum.

Hann veit sínu viti að fjósafasistarnir munu ná að troða sér í næstu ríkisstjórn eins og venjulega með sjálfgræðgisflokknum.