Strætó frá Helvíti

Hoppaði upp í leið fimmtán við Landsspítalann eftir heimsókn til blóðsugna á leið upp í vinnu. Ekkert mál þar til gaurinn við stýrið tók að öskra á okkur að skipta um vagn.

Svona er bara að ferðast með strætó. Tómt vesen og stress. Maður veit aldrei hverju er von á. Hvernig verður næsta ferð?

Klappað og klárt

Útkastarar verða settir í vagna strætó eftir áramót til að sekta og fleygja út farþegum sem svíkjast um að greiða rétt fargjald. Sem sagt ef Klappið virkar ekki, þá verður manni fleygt öfugum út með látum. Jeeiiii! Og nota bene, Klappið virkar ekki!

Eins og það sé ekki nógu leiðinlegt að ferðast með þessu fyrirtæki. Væri ekki bara ódýrara að gefa frítt í strætó og losa sig við dyraverðina og Klappið? Og nokkra bílstjóra í leiðinni sem eru augljóslega tæpir á geði.

Best að rífa upp veskið

Jæja, verð víst bráðum að rífa upp veskið og greiða gítargutlara út í bæ bætur fyrir að taka þátt í umræðum á netinu um meinta ásókn hans í stúlkur undir lögaldri. Bara af því að ég reif kjaft á netinu fyrir nokkrum árum í sumarleyfi með nokkra kalda á kantinum. Segi svona.

Kennir manni að halda kjafti og vera ekki að fetta fingur út í miðaldra gaura sem krúsa eftir tónleika í leit að ungum stúlkum til að staura. Dómskerfið er nefnilega með þeim í liði. Ekki stúlkunum. Eða okkur sem bendum á fáranlega löggjöf sem leyfir svona rugl.