Freki kallinn

Eflaust er ég frekar tregur því ég skil ekki af hverju íslensk stjórnvöld og þá helst Bjarni Ben. styðja þjóðarmorð á Gazabúum. Skilst að þar búi einhver viðskiptasambönd að baki við Ísrael sem þarf að vernda fyrir einhverja innvígða og innmúraða flokksmenn.

Stríð eru oftar en ekki háð af misvitrum stjórnmálamönnum sem þurfa sjálfir aldrei að lyfta vopni og berjast fyrir lífi sínu. Geta þeir ekki bara tekið upp gamla einvígið. Mæst í morgunþoku með sitt hvort vitnið, dómara og framhlaðna skammbyssu. Gert út um deilumál sín og hlíft okkur hinum við egóinu sínu.

Vilji og hagur barna ofar öllu

Formaður lögmannafélagsins og forsætisráðherra eru þvílíkar lyddur að það hálfa væri nóg. Geta engan veginn staðið með eða aðstoðað íslenska móður sem norska ríkið er að valta yfir með framsali til Noregs í öryggisfangelsi fyrir hryðjuverkamenn. Mætti halda að hún hafi myrt einhvern þegar hennar eini „glæpur“ er að vernda syni sína þrjá fyrir vanrækslu föður þeirra.

En nei, norska ríkið fer fram í sínu venjulega offari í barnaverndarmálum þar sem feðrum er oftar dæmt forræði yfir sonum og ullað framan í mæður sem synirnir vilja heldur dvelja hjá. Vilji barnanna er ekki virtur heldur frekja óhæfra feðra og dómsorð karllægs kerfis látið ráða. Feðraveldið fer sínu fram óháð vilja barnanna.

Af hverju þorir enginn að stíga fram, berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Við ætlum varla að leggjast flöt undir norsk barnaverndaryfirvöld sem eru þekkt um hinn vestræna heim fyrir óbilgirni og hrottaskap gagnvart mæðrum og undirgefni fyrir feðrum.

Skuldum Noregi ekkert!

Læt vera að nefna nöfn í þessum pistli. Íslensk móðir var framseld með látum til norsks öryggisfangelsis. Snúin niður á Hólmsheiði því það hentaði lögregluþjónunum betur þegar þeir settu hana í járn. Hentar þeim betur en ef hún stendur í sína tvo fætur og setur hendur fyrir aftan bak og viðheldur þar með virðingu sinni.

Formaður lögfræðinga baulaði eitthvað um að fólk megi ekki taka lögin í sínar hendur við vegaslóða fangelsisins við Hólmheiði þegar átti að flytja móðurina í skjóli næturs í flugvél á Keflavíkurflugvelli. Hoppi hann bara upp í óæðri endann á feðraveldinu.

Öll þessi undlægja og aumingjaskapur íslenskra stjórnvalda og lögregluyfirvalda fær mig til að skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Drengir virðast oftar dæmdir í forsjá feðra í þessum tveimur löndum. Dætur til mæðra. Allt til að viðhalda feðraveldinu. Alveg sama þó drengirnir vilji dvelja hjá mæðrum sínum. Kallakalladómararnir dæma feðrunum í hag þvert gegn vilja drengjanna. Og barnaverndaryfirvöld syngja í kór.

Norsk yfirvöld fá þessa drengi ADREI. Og íslensk yfirvöld geta étið skít. Mun taka þátt í öllum athöfnum til að vernda þessa drengi gegn undirlægjuhætti íslenskra stjórnvalda sem sjá sér ekki fært að vernda íslenska borgara gegn frekju og yfirgangi norskra stjórnvalda.