Sér grefur gröf

Fór yfir það um daginn í huga mínum hve oft ég hefði verið veikur og forfallast frá vinnu eða skóla.  Niðurstaðan vakti í senn með mér hroll og gleði.  Málið er að ég hef voða sjaldan orðið fórnarlamb umgangspesta.  Bara verið nokkuð heppinn.

Sem krakki var ég sjaldan lasinn.  Og í þau fáu skipti var ég samt sendur í skólann því að hitinn hækkaði lítið sem ekkert.  Mamma hélt að ég væri að þykjast.  Mátti gera mér að góðu að hanga slappur í skólanum.

Flest mín forföll eftir tvítugt frá vinnu og skóla voru vegna drykkju eða leti.  Einfaldlega.  En ekki lengur.  Er orðinn svo gamall og þroskaður.  Hef loksins lært mína lexíu.

1 athugasemd á “Sér grefur gröf

  1. Gamall!!! Eddi þú ert rétt 39 ára gamall….lífið er rétt hálfnað….nú byrjar skemmtilegi hlutinn :-)

Skildu eftir svar við Tums Hætta við svar