Fór yfir það um daginn í huga mínum hve oft ég hefði verið veikur og forfallast frá vinnu eða skóla. Niðurstaðan vakti í senn með mér hroll og gleði. Málið er að ég hef voða sjaldan orðið fórnarlamb umgangspesta. Bara verið nokkuð heppinn.
Sem krakki var ég sjaldan lasinn. Og í þau fáu skipti var ég samt sendur í skólann því að hitinn hækkaði lítið sem ekkert. Mamma hélt að ég væri að þykjast. Mátti gera mér að góðu að hanga slappur í skólanum.
Flest mín forföll eftir tvítugt frá vinnu og skóla voru vegna drykkju eða leti. Einfaldlega. En ekki lengur. Er orðinn svo gamall og þroskaður. Hef loksins lært mína lexíu.
Gamall!!! Eddi þú ert rétt 39 ára gamall….lífið er rétt hálfnað….nú byrjar skemmtilegi hlutinn :-)