Cold Turkey

Hef ekki fengið Coke light í tvo daga og er kominn með fráhvarfseinkenni.  Finn hvernig eitrið er að fara úr skrokknum.  Svaf eins og tröll síðustu nótt og á erfitt með að halda mér vakandi svona koffeinlaus.

Ágætt að losna við bölvað sápuvatnið.  Allt í lagi að fá sér stöku dós af og til en ekki marga lítra á dag.  Var kominn upp í fjóra lítra þegar verst lét.  En var þó búinn að gíra mig niður í einn og hálfan frá áramótum.

Fáranlegt að svala þorstanum með gosi.  Eins og vatnið er gott hérna.  Vatnið er málið…og bjórinn. :-)

2 athugasemdir á “Cold Turkey

  1. Hæ Eddi , mikið er gott að þú ert hættur þessu diet sulli .Eg er líka hætt að drekka kók , fékk fráhvarfeinkenni eins og þú , hausverk og vanlíðan í líkamann …en það er farið núna :-) . Ég er byrjuð að drekka kaffi til að halda mér vakandi og fá svolítið koffen í líkamann og þá langar manni ekkert í kók , en ég segi ekki að mig langi ekki gos , en þá drekk ég vatn með gosi . Svo drekk ég auðvitað vatn . bara núna á nokkrum dögum er ég búin að missa 2 kilo.( Læknirinn minn er líka alltaf að skamma mig fyrir að drekka kók ,( Hún er að reyna að hræða mig , spyr mig hvort ég vilji verða blind ! ) hún spurði mig hvort ég gæti ekki frekar drukkið diet kók , Ég sagðist alveg geta það , en sagði henni í leiðinni að það væri hættulegra en venjulegt kók . þá sagði hún , að það væri ekki rétt , það væri betra fyrir mig að drekka diet .( fyrir sykursjúka) En hélt áfram að rökræða við hana um hve hættulegt og fitandi dietkókið væri , en þá sagði hún svolítið sem fékk mig næstum því til að hlæja “ Ég er læknirinn og ég veit að það er betra “ Mér fannst hún tala niður til mín , eins og ég væri bara núll og nix ,og sjúklingur sem veit ekkert . Læknar halda stundum að þeir séu GUÐ og viti allt betur en við . jæja nóg í bili um Coka Cola . Knús Kolla systir . P.s Gangi þér vel í baráttunni að hætta að drekka diet kók !

    1. Þetta sagði hjúkkan fyrst við mig fyrir átta árum. Að Diet, Light og Pepsi Max væru í lagi. Núna hefur hún gjörsamlega skipt um skoðun og bannar mér að drekka ALLT gos. Enda er eitthvað skrítið að maður eins og ég sem drakk svona fimm til sex lítra af bjór á dag skuli ekki hafa grennst neitt við að hætta því. Sykurlausa gosið hlýtur að hafa mikið að segja. Ég jók nefnilega neysluna á því umtalsvert þegar ég hætti bjórþambinu. – Verður samt lítið mál að kveðja sápusullið. Grét hinsvegar á sínum tíma þegar ég kvaddi sykurkólað. Fæ reyndar óbragð í munninn þegar ég rek tunguna í slíkt nú. – Núna er ég duglegur við að kæla kranavatnið. Og fæ mér loftbóluvatn úr búðinni til hátíðarbrigða. Svei mér þá ef maturinn bragðast ekki mun betur án sápuvatnsins. Íslenska vatnið er fjársjóður. – Fáranlegt að maður skuli hafa rogast með gervikóla í lítratali úr búðinni og borgað fyrir það. Vatnið er miklu betra. – Læt kaffið vera. Nóg að fara út fyrir hússins dyr til að vakna. Kann því ágætlega að vera kvöldsvæfur án koffeinsins.

Skildu eftir svar við Kolbrún Fjóla Kristensen Hætta við svar