Sannleikurinn

Verð alltaf hugsað til Robin Williams þegar uppþurrkaðir alkar opna á sér rifuna mælandi sannleikann sinn.  Í einu uppistandi leikur hann slíkan einstakling og segir: „Don’t worry about me, I’ll be in the corner kickin’ the cat.“

Skil vel að sumt fólk þarfnast meðferðar við drykkju.  Skil samt ekki af hverju þetta lið þarf svo að gaspra um edrúmennsku sína í annarri hverri setningu.  Rétt eins og þau hafi frelsast til Jesú.

Það er enginn einn sannleikur til.  Og enginn er fullkominn.  Þrátt fyrir allar meðferðir.  Flest okkar lifum ágætu lífi með búsinu og misnotum það bara stöku sinnum eins og flestir Íslendingar sem búum við dýrasta áfengisverð í heimi.

Var að hlusta á „Og svaraðu nú!“ hans Hemma Gunns á Bylgjunni.  Mætti halda að SÁÁ hafi sponsorað þáttinn.  Þvílíkt helgislepja um edrúmennsku.

3 athugasemdir á “Sannleikurinn

  1. Hvað er að því að vera edrú og vera stoltur af því og miðla sinni edrú mensku til annara
    og hvað er að þvi að frelsast til jesu og vera stoltur af þvi og miðla þvi til annara
    þvi miður þekki ég ENGAN sem hefur getað lifað goðu lifi með áfengi án vandamala sem áfengið hefur skapað þeim

  2. Æ, þarf ég að tyggja þetta ofan í þig. Ekkert er leiðinlegra en fólk sem telur sig hafa höndlað sannleikann. Böggandi mann daginn út og inn með boðskapnum. Að nú skuli maður ganga sama veg. Líki ykkur oft saman við Sjálfstæðisfólk sem sér ekkert annað en Davíð Oddsson. Wake up and smell the coffee!

  3. þu segir höndlað sannleikan Ég segi höndlað hamingjuna og þeir sem bögga þig eru að reina að bjóða þer hamingju hvað er svo slæmt við það og þetta með kaffið ja það er drikkurinn minn

Skildu eftir svar við Mummi Hætta við svar