Heitt!

Júróvisjón löngu gleymt og ný helgi tekin við.  Nú er sjómannadjamm á dagskrá. Vantar eiginlega rigninguna og rokið sem var svo einkennandi í æsku.  Veit ekki hvort ég nenni niður á Granda.

Er að drepast úr hita og er ómótt.  Ekki bæta lögulegu stúlkurnar sem svífa hálfnaktar framhjá.  Geng sveittur og haltur með hálsríg um götur borgarinnar.  Sumarið er komið!

2 athugasemdir á “Heitt!

  1. Kæri Eddi.

    Hér koma mínar skýringar á líðan þinni:

    1. Þér heitt af því það er fáránlega heitt úti.

    2. Þér er örugglega ómótt af því þú drekkur ekki nógu mikið vatn. VIð íslendingar kunnum ekki að láta ískalt vatn renna í glas oft á dag.

    3. Hálfnöktum stúlkum væri best að fara í skósíða silkikjóla eins og maður var í New York á sínum tíma til að kæla sig. Silki er bæði heitt og kalt að eðlisfari og þær vita það ekki nema hafa verið í tíma hjá mér. Svo sólbrenna þær og ekki er það gæfulegt á okkar tímum. Við vitum betur.

    4.Þú horfir örugglega á „Eldað með Holta“ á ÍNN og þar kemur samúðar hálsrígurinn hjá þér, Bara að vera með hálsríg gerir mann sveittann.

    Gleðilegt sumar og út að ganga og horfa á skýin og horfa á blómin og og og…
    Kærar kveðjur, Guðný Fanndal.

    1. Þakka góðar útskýringar og ráð. Drekk sennilega allt of lítið af vatni. Og ef stúlkurnar myndu nú klæðast síðari kjólum hyrfu bæði hálsrígurinn og heltan hjá mér. Svitinn fer svo vonandi með fækkandi aukakílóum. Fer blessunarlega að rigna eftir helgi bændum til mikillar gleði. Kveðja, Eds.

      P.s. Horfi reyndar aldrei á ÍNN. Gleðilegt sumar!

Skildu eftir svar við Edvard Hætta við svar