Fyrsti sláttur

Óttalegur ræfill sem ég er orðinn.  Tók mig tvo daga að slá garðinn (4-5 tíma). Grasið líka orðið nokkuð hátt.  Fór mestur tíminn í að tæma safnkassann á slátturvélinni ofan í svarta ruslapoka.  Spurning hvort gamla aðferðin sé ekki fljótlegri:  Að raka grasið saman.

Ætlaði að rumpa þessu af á einum degi en þorði ekki að halda áfram út af boltasparkinu í Evrópu.  Sá í dag að það var rétt ákvörðun.  Því þegar ég var að ganga frá varð ég vitni að ótrúlegri uppákomu.

Nokkrir guttar voru í boltaleik út í garði þegar nágranninn reif upp hurðina hjá sér og öskraði eins og óður að þeir ættu að hætta þessum látum og drulla sér inn.  Get svarið það að mannfýlan froðufelldi og titraði.  Sýndist hann reyndar bara vera skítþunnur og búinn með bjórinn.

Beið bara eftir að hann myndi hjóla í gaurana ef þeir hefðu ekki hlýtt umsvifalaust.  Þvílík, andskotans frekja!  Strákarnir voru ekki einu sinni í garðinum hans.  Og allt vegna þess að vesalings auminginn fékk ekki grafarþögn til að horfa á fótboltann.  Hvað er eiginlega að fólki!  Hækkið bara í græjunum og lokið gluggunum.

Annars var slátturinn fín líkamsrækt fyrir hlunk eins og mig.  Hef einsett mér að erfiða sem mest á hverjum degi.  Ganga eða hjóla  í stað þess að hristast milli staða í strætó.  Hefur gengið vel framan af mánaðarins í þessum þurrki sem hrjáir bændur og búalið.  Er oftast alveg sigraður eftir daginn þegar ég skríð í bælið.  Sýnir bara í hvers konar kökuformi ég er.

4 athugasemdir á “Fyrsti sláttur

  1. eddi má eg biðja þig um að hætta að hreifa þig svona mikið þvi ef þu getur þa neiðist eg lika og eg nenni ekki

    1. þú neyðist hvort sem er til þess þegar litla prinsessan rís á fætur eftir 9-12 mánuði og fer að reyna stinga afa og ömmu af. :-)

Skildu eftir svar við Mummi Hætta við svar