Misviturt stjórnvald

Ótrúlegt til þess að hugsa að ég hafi eins og svo margir aðrir litlir strákar langað til að verða lögga þegar ég yrði stór. Í mínu tilviki var það vegna þess að litli bróðir hennar ömmu var þá þegar orðinn brautryðjandi í notkun hunda í fíkniefnamálum á Íslandi og ég bar (ber) ómælda virðingu fyrir honum.

Nú vorkenni ég hinsvegar allt of fámennri lögreglu sem neyðist til að rífa börn úr örmum mæðra sinna, bera út fólk og snúa niður friðsama mótmælendur. Ég hefði aldrei skrifað upp á slík skipti sem lítill drengur.

Lögreglan á alla mína samúð fyrir að neyðast til að sinna slíkri handavinnu fyrir óréttlátt og misviturt stjórnvald. Eins og það sé ekki nógu leiðinlegt hérna upp á Klakanum að á það sé bætandi!

Færðu inn athugasemd