Spara á 1.8 milljarða með því að fleygja fólki út af atvinnuleysisskrá en samt afla 3.3 milljarða aukalega með hækkun tryggingagjalds á fyrirtæki í landinu. Monta sig svo af ört minnkandi atvinnuleysi meðan bæjarfélögin og vinnuveitendur blæða.
Greinilega kosningavetur framundan. Nú skal bókhaldið fegrað og kjósendum villt um sýn. Skattgreiðendur sleppa ekki við kostnaðinn þó honum sé velt yfir á sveitarfélögin og atvinnurekendur.
Langtímaatvinnulausir hverfa ekki með því að við séum færð milli dálka í bókhaldinu. Óskhyggjan ein skapar ekki störf handa okkur. Noregur tekur ekki endalaust við fólki. Síst af öllu ófaglærðum.