Stigið á tær

Hjólastígarnir í Reykjavík eru snilld.  Gangandi og hjólandi þurfa þá ekki að óttast árekstur.  En þá er bara hálfur vandinn leystur.  Sumir á tveimur jafnfljótum eru voða fastir í hvoru meginn stígsins þeir ganga.  Mér er slétt sama og geng bara þar sem minnst er af klaka og hundaskít.

Skokkararnir eru verstir.  Þeir stýra helst ekki fram hjá neinum.  Get svarið það að ein af þessum horrenglum skellti öxlinni í mig þegar hann tók fram úr hlussunni mér.  Og horfði ólundarlega á mig.  Hefur eflaust meitt sig mun meira en ég.

Djöfull langaði mig til að skriðtækla kvikindið!  Hvað er helmingi léttari maður að snapa fæting?  Ég myndi brjóta hann í tvennt eins og trjágrein. – Djók. Bara fyndið þegar fólk lætur hlunk eins og mig fara í taugarnar á sér.

3 athugasemdir á “Stigið á tær

  1. Eddi minn ertu ekki til i að hægja svolitið á þér.er nefnilega ekki sáttur við að þú sert að ná mér i kilóum því að ef það gerist þá hef ég enga afsökun lengur til að sitja á rassgatinu og gera ekki neitt

  2. Getur verið slakur enn þá. Á langt í land með að ná þér í kílóum. :-)

Skildu eftir svar við Edvard Hætta við svar