Þrammið

Hef þrammað töluvert síðustu sólardaga.  Enda ekki vanþörf á.  Var latur yfir hátíðirnar og áramótin.  Nú er tveggja tíma þramm lágmarkið.  Stefni á fjögurra tíma daglegt rölt í takt við ömmubróður minn sem varð áttræður í gær.

Hvatt er til að fólk finni sér hreyfingu sem það líkar.  Ég elska göngur. Finnst það eðlileg áreynsla undir berum himni með óþrjótandi súrefni. Meika ekki svitastorknar líkamsræktarstöðvar.  Að minnsta kosti ekki alveg strax. Vil ná smá þoli og þyngdartapi áður en ég rek nefið inn í slíkar verksmiðjur.

Annars er ágætis aðstaða í Fossvogsdalnum nálægt Víkingsvellinum fyrir röltara og skokkara til að teygja úr sér.  Er að pæla í að prófa þá aðstöðu betur áður en ég kaupi mér aðgang að stöð.  Þoli ekki þrengsli.

2 athugasemdir á “Þrammið

  1. Hættu þessu helvitis þrammi ég fæ samviskubit á að sitja á rassgatinu og vita af þér þrammandi út um allt

Skildu eftir svar við Kolbrun Fjola Kristensen Hætta við svar