„Dauði og salti jökull“ er tilvitnun eignuð Einari Benediktssyni skáldi um Ísland. Sjálfur er ég farinn að skilja hana eins og sumarið hefur verið hér á höfuðborgarsvæðinu. Höfum varla litið bjartan dag frá því snemma í vor. Regnið hefur verið stöðugt.
Sumarið 2013 hefur verið hástemmdur forleikur að haustinu. Er farinn að halda að á Íslandi séu aðeins tvær árstíðir: haust og vetur. Er nema von að fólk flykkist á ferðaskrifstofurnar þessa dagana og greiði toppverð fyrir flug héðan í sólina. Geðheilsa heilu fjölskyldnanna er í húfi.
Varð staðnæmst við sólarvarnirnar í Bónus. Hreyfðust greinilega hægt. Ryk var farið að falla á fremstu flöskurnar. Hér brennur enginn þetta sumarið. Bravó! Og hinar björtu sumarnætur eru hljóm eitt undir skýjahulunni. Þarf að kveikja ljós á kvöldin.