Maður með leg

Er ég kominn með leg?  Þykist ég styðja femínista upp á veika von um drátt frá einhverri þeirra seinna meir?  Báðar réttmætar spurningar.  Svar mitt er að það væri kúl að vera með leg.  Geta bæði getið og gengið með barn.

Man að ég sat stundum í þungum þönkum sem barn að ímynda mér hvernig ég væri hefði ég fæðst sem stelpa.  Hvort það hefði verið verra eða skárra en að vera strákur.  Hvort það skipti einhverju máli.  Erum við ekki bara einstaklingar í mismunandi farartækjum með sínum kostum og göllum?  Til hvers að fara í kynskiptaaðgerð?

Nei, ég styð ekki baráttu femínista upp á von um knús, kossa og kynlíf hjá skoðanasystrum mínum.  Femínismi er einföld mannréttindabarátta fyrir mér. Sjálfsagðar kröfur sem auðvelt er að styðja.

1 athugasemd á “Maður með leg

  1. Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu tilnefnir skúrk ársins:

    „Karlfemínistar. Reyna fullir örvæntingar að aðgreina sig frá hinni alræmdu Gilzenegger týpu en eru bara svo augljóslega á höttunum eftir því nákvæmlega sama og hann.“

    Gaurinn kom upp mig. Damn!

Færðu inn athugasemd