Nenni varla að fjalla um bullið í forsetanum, forsætisráðherranum eða biskup svartstakka. Þetta fólk stýrir ekki lífi mínu, þótt það haldi það.
Þau þrjú geta gasprað að vild um áramót. Boðskapur þeirra kemur mér ekkert við. Þau tilheyra yfirstétt landsins og eiga ekkert með að bulla um stéttlaust samfélag Íslendinga. Sem er tóm tjara. Höfum aldrei verið stéttlaus.
Þessi þremenningaklíka virðist ganga að því sem vísu að íslenska þjóðin sé bæði ólæs og kunni ekki á netið. Geti ekki aflað sér upplýsinga um heiminn í kringum okkur. Myndað okkur skoðun.
Hlusta ekki frekar þegar Brynjar Níelsson alþingismaður og lögmaður fer að röfla um kristin gildi og skort þeirra í samfélaginu. Hann stýrir ekki heldur lífi mínu.
Ég vorkenni hinsvegar þeim einstaklingum sem hlýða á röflið í þessum fjórum boðberum yfirstéttarinnar og fara eftir því.