#Þöggun

http://www.mbl.is/smartland/samskipti/2015/05/29/segir_sogu_sina_vard_fyrir_hopnaudgun_17_ara/

Netbylting á sér stað á leynilegri og lokaðri Face­booksíðu Beauty Tips. Þar koma konur fram í hrönnum og skila skömminni til gerenda sinna. Segja sínar sorglegu sögur. Sem er gott og vonandi frelsandi fyrir fórnarlömb lítilla, ljótra karla sem vanalega sleppa alveg við refsingu fyrir glæpi sína því karlægt dómskerfi verndar þá undir því yfirskini að sönnunargögn og vitni skorti.

Ömurlegt hve margir kynbræðra minna eru illa innrættir og heimskir og koma fram við konur eins og dauða hluti í stað jafningja og félaga. Hvað er svona flókið? Stundum skammast ég mín fyrir að hafa fæðst drengur. Hvað er svona merkilegt að vera með pung?

Færðu inn athugasemd