Guns n Roses

Ég varð rosalega spenntur þegar fréttist að gömlu rónarnir í Guns n Roses ætluðu að heiðra okkur með nærveru sinni í sumar.  Klára túrinn sinn á Íslandi.

Einhverjir fimm þúsund kjaftar eru búnir að kaupa miða eftir einhverjum krókaleiðum og í gegnum póstlista Secret Solstice.  Restin af smáborgurunum fær að strauja kortin fyrsta maí.  Vonandi verður uppselt.  Alltaf gaman að fá frægar hljómsveitir á klakann.

Viðurkenni að ég var í fyrstu ákveðinn að fara, en svo renndi ég yfir katalókinn þeirra og komst að því að ég nenni ekki að mæta fyrir eitt lag; November Rain.  Sem er í raun eina lagið sem eitthvað er eitthvað varið í og inniheldur stórkostlegt gítarsóló Slash í lokin.

Plús það að ég meika ekki að hanga í einhverri síldartunnu á miðjum Laugardalsvelli fyrir tuttugu þúsund kall í þrjá tíma.  Og er of nískur til að bæta við tíu til þrjátíu þúsund krónum fyrir að sitja í stúku og horfa á hlið á einhverja risaskjái.

Hefði frekar viljað sjá þá á Coachella um árið.

Ókei!  Ég nenni einfaldlega ekki á tónleika.  Þoli ekki svona þrengsli, hita og svitalykt.  Ætlaði á Foo Fighters í fyrra en hætti við af sömu ástæðum.  Jafnvel þó tónleikarnir væru undir beru lofti.

En góða skemmtun þið hin!

Færðu inn athugasemd