Haustið langa

Tvær vikur liðnar af mánaðar sumarleyfi.  Rigning, rigning, rigning, þoka, ský, sólardagurinn, rigning, rigning, rigning og rigningu spáð eins langt fram í tímann og sést.

Kæmi mér ekkert á óvart að sjá svarta górillu ganga framhjá eldhúsglugganum.  Höfuðborgarsvæðið er orðið að stórum regnskógi.

Kannski að maður ætti bara koma sér aftur í vinnu og fresta restinu af fríinu.  Júlí verður varla skárri.  Hvað þá ágúst.

Sennilega skelli ég mér þó bara á útsölurnar og reyni að finna einhvern léttan regnjakka á ferlíkið mig.  Þarf enga úlpu.  Mér er alltaf heitt.

Færðu inn athugasemd