er þegar karlmenn í annars frjálslyndu og vestrænu samfélagi í stöðugri framþróun vilja staldra við og jafnvel snúa til baka til „betri tíma“ þegar karlmenn réðu öllu, konur voru þægar og prúðar á bak við eldavélina og samkynhneigðir kyrfilega lokaðir inn í skáp.
Þrír lærisveinar þessara leppalúða voru niður í bæ í gær með gelbyssur skjótandi á gleðigönguna veifandi tyrkneska fánanum. Mál þeirra fara fyrir barnavernaryfirvöld sökum ungs aldurs. Móðir eins þeirra segir að drengurinn hennar hafi ekki fengið slíkt uppeldi frá sér heldur föður sínum sem hún deilir forræði með. Að hann sé áhrifagjarn og í raun ekki svona þenkjandi.
Gott og vel. Vonandi hristir hann þetta af sér og leitar í skárri félagsskap í framtíðinni. Svo sorglegt þegar einhverjir súrir gaurar vilja ekki leyfa öðrum að njóta sama frelsis og þeir hafa notið áhyggjulausir alla ævi. Hoppa bara hugsunarlaust á vagninn með Ron DeSantis, Donald Trump, Jordan Peterson, Andrew Tate, Begga Ólafs, Frosta Logasyni og allri hans hirð á Brotkastinu og telja ræpuna þeirra sannleikann sjálfan.