Var eiginlega pínlegt að horfa á Loga Bergmann Eiðsson halda því fram hjá Gísla Marteini að allir stjórnmálamenn væru að vinna fyrir fólkið landinu þegar vitað er og sannað að svo er ekki. Bjarni Ben., sem konan hans Loga aðstoðar, er að vinna fyrir Engeyjarættina. Jón Gunnarsson er að vinna fyrir útgerðina. Gunnar Bragi fyrir skagfirska efnahagssvæðið. Sigmundur Davíð fyrir pabba sinn og Kögun. Og svo framvegis.
Megnið af þessu liði á Alþingi er að vinna fyrir aðra en mig og þig. Helst fyrir eigin hagsmuni og þeirra sem greiddu þeim leið að þingsæti. Fulltrúalýðræðið er barn síns tíma. Ætti fyrir löngu að vera búið að leggja það niður eins og sendiráðin.
Á tækniöld eins og okkar ætti ekki að vera erfitt að kjósa um stærri mál úr fartölvunni sem hvílir á eldhúsborði hvers heimilis. En það vill fjórflokkurinn auðvitað ekki. Hvernig eiga þau þá að geta sukkað og svínast. Skarað eld að eigin köku?