Var nýlega spurður hvort nokkuð einelti hafi viðgengist þegar ég var í grunnskóla. Ég svaraði almennt og án mikillar íhugunar að eineltið hafi verið lítið en stöku einstaklingar hafi lent í því. Sem við nánari umhugsun er rugl. Eineltið grasseraði alveg jafn mikið þegar ég sleit barnskónum og það gerir núna í skólum landsins. Munurinn er sá að núna er reynt að sporna gegn því.
Þá eins og nú réð goggunarröðin hvort fólk lenti í einelti eður ei. Sumir flottu og fínu krakkarnir misnotuðu stöðu sína og níddust á þeim sem voru ekki innvinklaðir í aðal klíkuna. Oft bekkjarsystkinum sem stóðu höllum fæti og áttu erfitt. Svona getur náttúran verið grimm en ég kenni líka uppeldi um. Börn læra ýmsa ósiði af foreldrum sínum sem beita vinnufélaga sína einelti.