Leiðinlegustu menn landsins

Enn og aftur eru gamlingjar frá „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum“ að dreifa drullu yfir landslýð í veikri von um að svipta okkur frelsinu. Vilja fá í lög að bannað sé að versla áfengi á erlendum netsíðum. Sem er ekki hægt nema að lagt sé bann við allri verslun á netinu.

Þetta eru leiðinlegustu menn landsins!

Erum öll mennsk

Veit ekki hvað er í gangi með mig. Dreymi stöðugt sjálfan mig í góðum gír með fólki sem ég er virkilega ósammála eða tel mig ekki líka við. Erum á vinalegu nótunum og hlæjum saman. Að tala um allt annað en það sem skilur okkur að.

Segir mér að ávallt sé hægt að finna sameiginlegan umræðugrundvöll og halda áfram frá þeim punkti. Að óþarfi sé að leggja hatur á fólk fyrir andstæðar skoðanir. Við erum öll mennsk á okkar eigin hátt.

Draumfarir

Síðastliðna viku hef ég dreymt óvenju skýrt. Verið staddur með ýmsum karakterum.

Verið í veislu heima hjá Bjarna Ben. í Garðabænum. Vorum bestu vinir og ég genginn í flokkinn. Á ferðalagi með verðandi forseta Bandaríkjanna. Með Prettyboitjocco að prófa nýja ilmvatnið hans.

Tek þessu sem að ég eigi að opna hug minn og horfa lengra en nef mitt nær. Fólk er ekki endilega eins slæmt og ég tel það vera.