Ameríka

Síðustu árin sín á þessu jarðríki var pabbi loksins kominn með tvöfaldan ríkisborgararétt og bandarískt vegabréf. Veit ekki til þess að hann hafi skundað upp í sendiráð til að skrá sig á kjörskrá og kjósa Rebublikanaflokkinn sinn.

Hef stundum gælt við að sækja líka um tvöfaldan ríkisborgararétt út á pabba. Bara til að geta kosið á móti trúðum eins og Trump. Væri vel þess virði. Hvernig getur hálf þjóð verið svona vitlaus!

Sýndarlýðræði

Rétt eins og í sumar, þá ætla ég ekki að mæta á kjörstað til að kjósa. Er búinn að fá nóg af þessu sýndarlýðræði sem ríkir hér.

Alveg sama hvernig við skríllinn kjósum þá inniheldur stjórnin alltaf íhald og fjósafasista.