Vinir Trump

Áberandi var að helstu hausar Sjálfstæðisflokksins hlupu upp til handa og fóta og óskuðu vini sínum Trump bata og fordæmdu árásina á hann. Og skildu ekkert í því að aðrir Íslendingar finndu eitthvað að slíkum rasssleik.

Diljá Mist fór að grenja yfir skautun sem mætti ekki aukast. Eigum sem sagt að hætta að hata Trump því hann á svo bágt eftir að hafa sullað yfir sig tómatsósu og skáldað upp skotárás á sig sem lenti á áhorfendum í staðinn fyrir hann.

Hvernig getur nokkur flokkur hérlendis stillt sér sér upp við hlið Republikanaflokks Trump? Og á slíkur flokkur nokkurt erindi hérlendis? Eða tilkall til valda! Hefur hann ekki stimplað sig endanlega út úr íslenskri pólítík!

Vertu sæl Ameríka

Landgönguliði hefði getað skotið framhjá og hlíft áhorfendum við skaða. Í staðinn var fenginn til verksins gutti án þjálfunar. Til hamingju Republikanar! Faðir liggur í valnum og tveir aðrir áhorfendur eru á gjörgæslu. Allt til þess að auka vinsældir þessa fávita fyrir landsþing Republikana.

Og enginn virðist þora að efast um skotárásina. Þó vitni hafi komið fram og bent á að lögreglan hlýddi ekki á ábendingar um að skotmaðurinn væri að klifra upp á þak með riffil á bakinu. Litu bara í hina áttina meðan Trump fékk skipun í eyrað um að krjúpa á bak við púltið og sulla yfir sig tómatsósu.

Ameríka er orðin svo heimsk að hún á sennilega bara skilið að brenna í helvíti. Lýðræðistilrauninni sem hófst 1776 mun ljúka í nóvember 2024 með „sigri“ Trump. Bandaríkin og Rússland munu bindast vinaböndum og Úkranía mun falla.

Næst á dagskrá eru Eystrasaltslöndin og Pólland. Og Trump er alveg sama.

Langpest

Sjitturinn, titturinn! Hef ekki orðið svona lasinn í lengri tíð. Er fyrst núna að skríða saman eftir næstum tveggja vikna lasleika. Hita, hausverk, hósta, nefrennsli og beinverki.

Allt í boði íslenska sumarsins og þess að hafa vogað sér í vinnuna dagstund. Refsing fyrir að hafa hangið að mestu heima í fjóra mánuði án þess að fá hráka og hósta í andlitið.

Kominn tími til að dröslast aftur á færibandið. Mæta til vinnu og byggja aftur upp ofnæmiskerfið.