Í opinn dauðann

„Ours is not to reason why; ours is but to do and die“ muldrar Corporal Upham þegar nokkrir landgönguliðar rölta um sveitir Frakklands í leit að Private Ryan því þrír bræður hans höfðu mætt skapara sínum og móðir hans átti skilið að fá einn son heim úr stríðinu.

Upprunalegi textinn er úr ljóðinu The Charge of the Light Brigade eftir Lord Alfred Tennyson um breska hersveit í Krímstríðinu 1854 sem gekk í opinn dauðann vitandi um örlög sín fyrirfram:

Half a league, half a league,
⁠Half a league onward,
All in the valley of Death
⁠Rode the six hundred.
„Charge,“ was the captain’s cry;
Their’s not to reason why,
Their’s not to make reply,
Their’s but to do and die,

Into the valley of Death
⁠Rode the six hundred.

Herra Hroki

Ömurlegt að horfa upp á hrokann í utanríkisráðherra gagnvart mjög einfaldri spurningu frá norskum blaðamanni sem því miður bakkaði eins og auli og leyfði Bjarna að komast upp með yfirganginn.

Rétt eins og flest allir virðast gera hérna á Klakanum. Bakka og bugta sig fyrir frekjunni í Engeyjarprinsinum. Vinstri-Græn verða að fara að slíta þessum þremur ríkisstjórnum. Maðurinn er við það að springa úr frekju.

Varla ætlar Katrín að hanga þarna mikið lengur? Sást vel hve sár og vonsvikin hún var með að Bjarni tók upp á sitt einsdæmi að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um vopnahlé á Gaza. Blessunin ætti bara að þiggja einhverja góða stöðu út í heimi, skrifa fleiri góðar glæpasögur og njóta lífsins. Hætta þessu stjórnmálavafstri.

Sex ár af því að éta skít eru sex árum fleiri en ég hefði trúað að Vinstri-Græn gætu torgað. Tvö ár í viðbót af þessu er vonlaust ástand fyrir þjóðina. Verðum að fá frí frá Sjálfstæðisflokknum. Megum ekki við meira sukki í bili. Eða Bjarna Ben. Er ekki hægt að gera hann að sendiherra Íslands í Florida!

Tvífarar

Frosti Logason og Donald Trump yngri eru andlega og útlitslega tvífarar. Fúlmenni fram í fingurgóma sem hata alla jafnt, en þó sérstaklega konur og menn vinstra megin við hægri öfgar. Elska að verja vondan málstað og vonda menn. Trúa því sjálfir að þeir séu í stuði með Guði en eru í raun útsendarar Kölska á jörðinni. Sendir hingað til þess eins að gera okkur lífið leitt.