Kalt, dimmt og leiðinlegt

Veit ekki. En mér virðist sem að um leið og ég flyt úr hverfi, þá spretti þar upp áhugaverðir veitingastaðir, verslanir og bakarí. Og um leið og ég flyt í hverfi, þá hverfi þaðan margt gott eins og Vínbúðin í Borgartúni og Subway á N1. Krónan kom að vísu í staðinn sem sárabætur.

Ísland er svolítið þannig. Veldur manni vonbrigðum dag hvern í smáskömmtum. Svona eins og úrvalið af kjúklingapylsum sem er sorglegt miðað við önnur lönd. Fyrir nokkrum árum seldi Krónan fínar kjúklingapylsur frá einhverjum aðila hvers nafn ég man ekki lengur, en hætti því svo. Rétt eins og sænsku pylsurnar frá SS sem var skipt út fyrir einhverjar danskar pylsur sem enginn nennir að éta. Af hverju þarf allt gott að hætta í sölu? Hatið þið neytendur!

Hingað svindlar sér enginn nema fyrir algjöra neyð. Hér er kalt, dimmt og leiðinlegt samkvæmt Júlíu Margréti Einarsdóttur rithöfundi. Og það er svo sannarlega rétt hjá henni. Volað land fullt af leiðindapúkum sem virðast staðránir í að gera þennan klett enn leiðinlegri með frekari boðum og bönnum.

Eins og þessir hipp og kúl Framsóknarunglingar sem vilja veita ÁTVR „heimild“ til að hafa opið á sunnudögum til að vega á móti öllum netverslunum með áfengi sem hafa sprottið upp. En alls ekki leyfa áfengi í búðir utan Vínbúða ríkisins. Fokkið ykkur fjósafasistakálfarnir ykkar! Lokið þessari risaeðlu!

Uppfært Ísland

  • Leggjum niður misheppnað og fullreynt fulltrúalýðræðið og breytum Alþingi í safn. Tökum upp beint og rafrænt lýðræði í gegnum snjallforrit.
  • Slaufum Betri samgöngum og sleppum Borgarlínu. Bætum frekar vegi og hjólastíga og niðurgreiðum kaup á rafbílum og rafhjólum. Bætum Strætó með betri og umhverfisvænni vögnum og bílstjórum sem aka ekki eins og þeir séu í Formula 1.
  • Leggjum niður risaeðluna ÁTVR og stórlækkum áfengisgjöld og skatta. Syndagjöld hjálpa engum nema þeim sem telja sig heilaga og upphafða, og fá kikk út úr því að banna okkur hinum að njóta lífsins.
  • Hættum að niðurgreiða snobb fína fólksins eins og leikhús, sinfóníur og óperur. Geta bara greitt fyrir slíkt úr eigin vasa á fullu verði. Kemur okkur skrílnum á bolnum ekkert við.
  • Tökum upp annan gjaldmiðil en krónuna. Að minnsta kosti tengingu við annan gjaldmiðil eins og Danmörk gerir.
  • Sviptum útgerðina aflaheimildum okkar og leigjum þeim þær svo til baka gegn sanngjörnu gjaldi. Afleggjum gjafakvótakerfið.
  • Endurskoðum tollkvótakerfi innflutnings matvara og komum í veg fyrir að verslunarrisarnir tveir kaupi upp allan kvótann og haldi svo áfram að okra á viðskiptavinum sínum í kjölfarið.
  • Greiðum leið fyrir fleiri erlendar matvöruverslanir til að stunda viðskipti hérlendis. CostCo er ekki nóg.
  • Leggjum niður Seðlabankann. Hann má alveg aftur verða skúffa í Landsbankanum. Er bara til óþurftar og leiðinda.
  • Sameinum höfuðborgarsvæðið. Látum af þessu smákóngaveldi. Þarf ekkert alla þessa bæjarstjóra og bæjarstjórnir.
  • Höldum áfram að kveða niður feðraveldið. Pínulitlir menn eiga ekkert upp á dekk. Þeirra tími er liðinn.
  • Galopnum landið fyrir viðskiptum erlendis frá. Löngu tímabært að fá heilbrigða samkeppni gegn fákeppni þessa lands.

Sjálfhverft fólk með annað fólk á heilanum

Frosti Logason enn og aftur mættur með árásir á vinkonu sína Eddu Falak. Foringi íslenska feðraveldisins og aðdáendaklúbbs Jordan Peterson reynir eftir veikum mætti að rífa niður baráttukonu og femínista eins og Eddu með ódýrum lygum og ásökunum. Og heimtar afsökun.

Maðurinn er ekki með öllum mjalla. Allur bólginn í framan og skrítinn til augnanna í hlaðvarpi sínu. Reitandi af sér samsæriskenningar. Vonandi ekki fallinn.