Katar eða Klakinn

Hópar af karlmönnum koma til að fylgjast með fáklæddum og sveittum karlmönnum elta lítinn bolta og reyna að koma honum í mark mótaðilans.

Áhorfendur mega ekki hommast, drekka bjór eða éta svín. Sem er í raun það sem gerist utan vallar þegar leikmennirnir fagna í sturtunni naktir saman og fylgjendur upp á herbergi. – Nei, segi svona.

Katar hlýtur að vera með leiðinlegri löndum til að sækja heim til að horfa á fótbolta. Fyrst semja þeir við bandaríska Budweiser um bjórsölu á leikvöngum. Piss sem er drukkið við þorsta í Bandaríkjunum þegar ekkert annað er í boði. Og þá bara fjóra fyrir leik og tvo eftir á 2200 kr. stykkið. En draga svo í land á föstudaginn og banna alla bjórdrykkju.

Hefðu alveg eins getað haldið þessi leiðindi hérna á Klakanum þar sem er bara veittur bjór í V.I.P. herberginu.

Katrín og Kristrún

Katrín mín. Ég mæli með því að þú farir af fullum krafti inn í heim glæpasagnanna og kveður þessi leiðindi að leiða ríkisstjórn Bjarnabófa Benediktssonar bankaræningja.

Kristrún mín. Þú getur þá tekið við keflinu og stutt flokksbróður þinn áfram í að skara eigur almennings að köku Engeyinga og einkavina þeirra.

Sjálfur mun ég ekki kjósa Samfylkinguna meðan þú ert formaður. Með þig við stýrið er flokkurinn bara Viðreisn 2 og jafnvel eitthvað hægra megin við.

Djöflamergir

Er eitthvað við andlitið á mér sem segir fólki að því sé frjálst að traðka á mér? Bara spyr í sakleysi mínu.

Heimsótti tannsa í vikunni upp í Hamraborg. Tók leið 2. Á lokametrunum settist Verslunarskólamær við hlið mér og grenjaði í símann sinn að hún væri á leiðinni heim veik meðan hún saug duglega upp í nefið á sér. Come on!

Daginn eftir var ég á svipuðum slóðum að versla vindlinga fyrir gömlu. Út úr spilasalnum slæðist einhver rindill og ryðst fyrir framan mig í röðinni. Ég ætla að fara rífa kjaft en hætti við þegar ég lít í augu eigandans sem segja nei. Hefði bara endað í slagsmálum. Þessir andskotans spilafíklar telja sig hafa einhvern forgang.

Svo er það gengið sem gengur röngu megin á gangstéttinni og beint í flasið á þér. Hægri umferð djöflamergirnir ykkar! Er löngu hættur að víkja fyrir þeim en geri undantekningar fyrir eldri borgara og börn. Þetta er ekki flókið. Ekki heldur í matvöruverslunum.

Klárum röflið með bílstjórum dauðans sem slá ekkert af /gefa í þegar þú ert að skakklappast yfir gangbraut. Fer að taka með mér tómata bara fyrir þá helvítis djöflamergi.

.