Eini dagur ársins sem maður getur ekki ferðast með strætó til að sinna erindum, heimsóknum og verslun. Ekkert pláss og götulokanir út af einhverjum hlaupandi hálfvitum. Allir vagnar fullir af fjölskyldum með vagna að ferðast fram og til baka til að fylgjast með sviðum og flugeldum. Pabbi fær bjór og brosir eins og asni.
Sjálfur hef ég síðastliðin ár bara hoppað á hlaupahjóli yfir daginn. Þverað miðbæinn og drukkið í mig atriði hér og þar. Svo forðað mér heim fyrir kvöldmat. Flakkað á milli atriða í sjónvarpinu og horft á flugeldana frá Sæbrautinni. Get ekki svona gripaflutninga með strætó.
Fór augljóslega ekki í fyrra. Veit ekki hvort ég nenni í ár. Kannski ef veðrið verður skaplegt.