Sykurfall

Gleymdi að mæla mig í morgun og fá mér eitthvað í gogginn. Tók þó alla lyfjasúpuna áður en ég skellti hurðinni heima. Og eflaust ofgerði mér. Hefði átt að bíða með insúlínið.

Fékk strax sjóntruflanir þegar ég reyndi að stinga lyklinum í skránna til að læsa. Tók mig óratíma. Næst hættu fæturnir að virka á leiðinni út á biðstöð. Ótal hvíldir með hjartsláttinn á hæsta snúningi. Náði einhvern veginn að skila mér til vinnu og fá mér kexköku til að gíra sykurinn upp.

Vertu sæl Júróvisjón!

Stoltur af framkvæmdastjórn RÚV að taka ekki þátt í þessum leiðindum á næsta ári. Enda öll gleðin horfin fyrst að stríðsglæpamenn eins lands fá að taka þátt en ekki hins. Eiga báðir að vera settir í skammarkrókinn.

Og við þurfum ekki heldur að halda einhverja forkeppni með símakosningu barna með snjallsíma og inneign frá sauðdrukknum foreldrum þeirra. Spörum tugi milljóna með því að sitja hjá og senda ekki enn eitt VÆBið út.