Vertu sæl Ameríka!

Ljóst er að ég fæ ekki að stíga fæti inn í Bandaríkin vegna allra ljótu færslanna um appelsínugula gerpið og meðreiðarsveina hans. Að minnsta kosti ekki fyrr en að MAGA hverfur úr Washington.

Gildir einu því áhuginn hjá mér er enginn meðan svona nasistar fá að nauðga Ameríku óáreittir.

Ástand

Hverjum er um að kenna þegar visst ástand skapast svo öfgaflokkur fer að gera sig gildandi sem næst stærsti flokkur landsins í könnunum?

Er það góða fólkinu sem vill galopin landamæri og flæði flóttafólks frá Miðausturlöndum til landsins? Eða er það afturhaldinu sem vill halda í þjóðleg gildi og íslenskt þjóðerni?

Afsláttargeðveikin

Var næstum fallinn ofan í pyttinn og farinn að kaupa einhverja gamla vitleysu á niðursettu verði en slapp.

Læt duga að hafa keypt góða handfarangurstösku og hanska hjá Tösku- og hanskabúðinni á Singles Day.

Var aðallega að skoða myndavélar en úrvalið hérna á Klakanum er frekar dapurt. Hefði betur hent mér inn í ljósmyndavöruverslun í Haag. Gekk margoft framhjá einni án þess að hoppa inn og skoða.