En ég trúi á …

Er fyrsta viðvörunin hvað varðar fólk sem þú ert að kynnast í fyrsta skipti. Fólk sem segist trúa á hitt og þetta er hættulegt! Trúarbrögð eru eitur og ópíum fólksins.

MAGA þykist vera kristið en er í raun af sjálfum Djöflinum. Svona svipað og edrú einstaklingar sem sífellt tönlast á því að drekka ekki áfengi til að upphefja sjálft sig frá enn verri syndum sínum.

Að hætta að drekka er ekki nóg til að verða að betri einstaklingi. Mun dýpri vinna þarf að fara fram. Helst frá öfugum enda.

Á heimleið með hálfvita

Skrölti með leið 14 úr vinnu. Í skýlinu sat útúrdópaður / fullur gaur með logandi rettu og tíu ára son sinn sér við hlið. Var að gæla við að hringja lögregluna inn í dæmið. Krakkar eiga ekki að þurfa dröslast með foreldri í svona slæmu ástandi.

Vagninn kom og við fórum allir inn. Gaurinn reyndi að greiða fargjaldið með einhverjum gömlum skiptimiða sem er löngu hætt að nota, Vagnstjórinn vísaði feðgunum út og fékk „fuck you“ framan í sig, steyttan hnefa og hráka á vagninn.

Af hverju fá svona einstaklingar að umgangast börnin sín? Draga þau bæjarhluta á milli ofan í eigið sjálfskaparvíti. Er mamman kannski álíka langt leidd? Vorkenndi stráknum svo mikið.

Tjáningarfrelsi til sölu

Jimmy Kimmel mætir aftur skjáinn annað kvöld. Geldur með múl um munninn samkvæmt skipun frá appelsínugulu skítaklessunni í Hvíta húsinu. Hefði betur fallið á sverð sitt og komið sér í burtu. Þangað leitar klárinn hvar hann er kvaldastur. Aldrei leita aftur þangað sem þú ert ekki velkominn.

Áskrifendurnir eru ekkert að fara snúa aftur þó Kimmel hafi fallið niður á hné og samþykkt ritskoðun á þætti sínum um komandi framtíð. Er greinilega bara kominn í lið með MAGA með dollaramerki í augum. Hinir kvöldþáttastjórnendurnir munu sýna honum fokkmerkið. Stofna hlaðvarp hýst á Íslandi.

Aldrei gefa afslátt á tjáningarfrelsinu!