Hef verið að dreyma gamla vini upp á síðkastið. Kannski eftir að hafa rekist á bekkjarsystur úr grunnskóla á biðstofu augnlæknis. Hún spurði mig hvort ég væri í einhverju sambandi við gaurana úr grunnskóla því hún heldur enn góðu sambandi við bekkjarsystur okkar.
Sorglegt en satt þá er lítið samband í gangi við gaurana úr grunnskóla. Gufaði einhvern veginn upp eftir að þeir komu sér upp fjölskyldu og ég hélt áfram mína leið sem einstæðingur. Áttum einhvern veginn fátt sameiginlegt eftir það.
En nú virðast draumar mínir að hvetja mig til að hafa aftur samband. Endurvekja kynnin. Hringja, senda póst eða skilaboð. Finnst samt einhvern veginn eins og ég sé að þröngva mér inn í líf þeirra að ósekju.